Nettóskuldir eru vaxtaberandi skuldir að frádregnum vaxtaberandi eignum.
Þyngstur var skuldabaggi OR í árslok 2009. Þá námu nettóskuldirnar 226,4 milljörðum króna. Í árslok 2022 höfðu þær verið greiddar niður um 73 milljarða króna. Auknar fjárfestingar fyrirtækjanna innan samstæðu OR á síðustu árum hafa að mestu verið fjármagnaðar á innlendum skuldabréfamarkaði. Það dregur úr gengisáhættu en á móti hefur verðtrygging áhrif á höfuðstól þessara innlendu lána.