F3 Starfsmannavelta

Fjöldi fastráðins starfsfólks í árslok 2022

OR fylgist grannt með starfsmannaveltu hjá samstæðunni meðal annars eftir aldri og kyni. Tengsl hafa verið á milli efnahagsástands og starfsmannaveltu þannig að þegar kreppir að fækkar þeim sem skipta um starf.

Starfsmannavelta árið 2022 dróst saman frá árinu áður, hvort tveggja meðal karla og kvenna. Hún var veruleg árið 2021 og var þá meðal annars rakin til áhrifa kórónuveirufaraldursins á tilhögun vinnu og tryggð við vinnustaði.

Hverfandi hluti starfsfólks OR samstæðunnar er í minna en 100% starfi. Þess vegna er ekki reiknuð starfsmannavelta sérstaklega fyrir þann hóp.

Starfsmannavelta, öll sem hætta

Starfsmannavelta, hætta að eigin ósk