Orkuskipti í samgöngum

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Nýsköpun og uppbygging Aðgerðir í loftslagsmálum

Að draga úr losun frá samgöngum er eitt helsta sóknarfæri Íslendinga í loftslagsmálum og raunar einnig í loftgæðamálum í þéttbýli. Vegna eðlis starfsemi OR og dótturfélaga getur samstæðan lagt gott til með því að stuðla að orkuskiptum í samgöngum.

Frá því Orka náttúrunnar setti upp fyrstu hraðhleðslustöðina hér á landi, árið 2014, hefur fyrirtækið verið brauðryðjandi í uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti í samgöngum. Sem betur fer hafa fleiri fyrirtæki slegist í hópinn og sett upp eigin hleðslustöðvar.

Á árinu 2022 sýknaði Landsdómur Orku náttúrunnar í máli sem hafist hafði fyrir kærunefnd útboðsmála en á síðari hluta ársins unnu lögfræðingar ON í fimm öðrum ágreiningsmálum fyrir mismunandi stjórnvöldum.

hradhledsla-on

Hraðhleðslur og hverfahleðslur

ON leggur nú áherslu á að hjálpa þeim eiga af einhverjum ástæðum erfitt með a komast yfir hjallann eða skipta yfir í rafmagnsbíl með því að bjóða Heimahleðslu í áskrift og með uppbyggingu á Hverfahleðslum ON.

Árið 2022 var annað árið í röð sem nýorkubílar, það er bílar sem ekki brenna jarðefnaeldsneyti, voru fleiri á meðal nýskráðra bíla en brunabílarnir.

Á undanförnum árum hafa Veitur unnið með nokkrum sveitarfélögum að lagningu reflagna og styrkingu dreifikerfis fyrir hleðslubúnað í landi sveitarfélaganna, yfirleitt við bílastæði sem fyrir voru. Jafnan eru þetta 22 kílóvatta stöðvar, allt að sex saman. Nú þegar hafa Veitur lagt rafmagn til tæplega 60 slíkra staða og 20 nýir eru á áætlun 2023.

Þá eru í undirbúningi allt að 40 nýjar heimtaugar fyrir hraðhleðslustöðvar, ýmist fyrir fólksbíla eða flutningabíla. Slíkur búnaður krefst þess oftast að settar séu upp nýjar dreifistöðvar til að tryggja þessum kraftmikla hleðslubúnaði nægt afl.

Fjöldi rafbíla á Íslandi og hleðslustöðva ON

Styrkir til húsfélaga

Vorið 2019 var undirritað samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stórfellda uppbyggingu innviða í borginni fyrir rafbílaeigendur. Samkomulagið felur í sér að Veitur leggja til heimtaugar fyrir hleðslubúnað við starfsstöðvar sveitarfélagsins og eftir ábendingum íbúa. Þá leggja OR og Reykjavíkurborg fé í sjóð til að styrkja húsfélög fjölbýlishúsa til að koma upp hleðslubúnaði fyrir íbúa. Veitur og OR gerðu síðan samsvarandi samning við Akraneskaupstað.

Taflan að neðan sýnir greiðslur OR til húsfélaga samkvæmt samningnum.

2019 2020 2021 2022
Í Reykjavík 387.863 kr. 16.266.234 kr. 15.579.931 kr. 27.119.553 kr.
Á Akranesi 2.430.414 kr. 932.556 kr. 373.086 kr.

Rafvæðing Reykjavíkurhafnar

Veitur, Faxaflóahafnir og ríkið sömdu á árinu 2020 um að leggja 100 m.kr. hvert um sig í fyrsta áfanga eflingar rafmagnstenginga fyrir stór skip. Verkefnið er í samræmi við stefnu Íslands í loftslagsmálum en forsenda öflugri tenginga er bygging nýrrar aðveitustöðvar Veitna við Sægarða og hún mun einnig efla afhendingaröryggi rafmagns víða um höfuðborgarsvæðið.

Í desember 2023 var formlega tekin í notkun landtenging við flutningaskip Eimskipa og undirbúningur er hafinn við landtengingar stærri skemmtiferðaskipa við Skarfabakka og í gömlu höfninni.

Hvernig hleður maður heima við?

Orka náttúrnnar hefur gert fjölda myndbanda til að kenna fólki góða umgengni um rafbíla og hleðslubúnað. Þeirra á meðal er þetta frá árinu 2022.