F7 Vinnuslysatíðni

H-tala er alþjóðleg mælieining fyrir tíðni vinnuslysa. Hún er reiknuð sem fjöldi slysa á hverjar milljón unnar vinnustundir hjá viðkomandi fyrirtæki. Talin eru slys sem leiða til að minnsta kosti eins dags fjarveru frá vinnu. Þau voru sjö árið 2022 hjá OR samstæðunni, tveimur fleiri en síðustu ár. Unnar vinnustundir voru 989.049. Fjöldi vinnustunda eru samanlagðar unnar stundir á vinnustað og skráðar vinnustundir í heimavinnu.

Fjarveruslys á hverja milljón vinnustunda

OR lítur svo á að ekkert verk sé svo mikilvægt að hætta megi öryggi starfsfólks við framkvæmd þess. Stefna OR í öryggis- og heilbrigðismálum (ÖH-stefna) er rýnd árlega af stjórnum félaganna í samstæðunni. Stefnt er að slysalausum vinnustað. Það markmið náðist ekki árið 2022. OR gerir skýrar kröfur um öryggismál í öllum útboðum og þá kröfu til verktaka í framkvæmdaverkum að öryggisreglum fyrir verktaka sé fylgt. Þá hefur OR gefið út Öryggishandbók sem hefur staðið starfsfólki OR og verktökum til reiðu um árabil. Gerð er krafa um að starfsmenn verktaka sæki viðurkennt námskeið í öryggismálum.

Í siðreglum birgja OR er gerð sú almenna krafa að vinnuumhverfi starfsfólks sé heilsusamlegt, öruggt og í samræmi við lög og að birgir vinni markvisst og stöðugt að öryggis- og heilsumálum starfsfólks.

Handhafi öryggisverðlauna VÍS

Björg

OR starfrækir tilkynningagrunn sem starfsfólk skráir í hættur og ábendingar um tækifæri til umbóta. Skráningarnar eru grunnur umbótastarfs í öryggis- og heilsumálum. Hver og ein tilkynning er tekin til skoðunar og staðfest skal að úrlausn hennar sé lokið. Fjölgun skráninga, allt fram að hinu fordæmalausa ári 2020, er talinn til marks um vaxandi öryggisvitund og batnandi öryggismenningu í samstæðunni. Mikil heimavinna starfsfólks á árinu skýrir fækkun skráninga á þeim hættum sem við starfsfólki blasa á vinnutíma.

OR hefur það markmið að 80% tilkynninga sé lokað innan tiltekins frests. Það markmið hefur ekki náðst ennþá.

Tilkynningar í Björgu, öryggis- og heilsugrunn OR-samstæðunnar