Ljósmyndir

í Ársskýrslu OR 2022

Höfundur þeirra ljósmynda sem prýða forsíðu og kaflasíður þessarar Ársskýrslu eru teknar af Hauki Snorrasyni ljósmyndara. Haukur hefur meira en 30 ára reynslu af ljósmyndatöku hér á landi. Margar af myndum hans eru teknar úr lofti en Haukur er flugmaður. Hann hefur um árabil skipulagt ljósmyndaferðir um Ísland.

Haukur Snorrason _ Flæður  (1)

Myndin er tekin yfir ármótum Hverfisfljóts og Núpsvatna í Vestur-Skaftafellssýslu. Ármótin eru um það bil mitt á milli Kirkjubæjarklausturs og Skaftafells, á svörtum söndunum vel sunnan við Þjóðveg 1.

Haukur Snorrason_8HS7424

Þetta fallega vatn er í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu, vestan Bakkaflugvallar.

Haukur Snorrason Jgil _8HS3809

Jökulgil er við Landmannalaugar í Friðlandinu að fjallabaki. Stapinn Hattur er í forgrunni og í baksýn eru Hnausar og svo Torfajökull. Myndin er tekin seint um kvöld í júnímánuði.

Haukur Snorrason _8HS9720

Hér erum við sunnan Fögrufjalla í Vestur-Skaftafellsýslu. Fögrufjöll skilja að Langasjó og farveg Skaftár. Skaftá rennur merkilega tær í forgrunni en komið er fram á haust og nýsnævi.

Haukur Snorrason

Hér er horft yfir ósa Þjórsár á mörkum Árnes- og Rangárvallasýslna. Rauðu litirnir koma úr skurðum sem leggja mýrarrauða til Þjórsár.

Haukur Snorrason Jökulgil

Þessi mynd er tekin við Jökulgil í Friðlandinu að fjallabaki. Grænihryggur er fremst á myndinni er virðist blár svona úr lofti seint um sumarkvöld.

Haukur Snorrason_ Fjallabak

Myndin er tekin í Friðlandinu að fjallabaki. Frostastaðavatn er í forgrunni.