Losunarkræfni koltvíoxíðs
Losunarkræfni er skilgreind sem losun miðað við aðra tiltekna einingu, til dæmis framleidda orku, tekjur eða aðrar kennitölur í viðkomandi starfsemi.
Orka náttúrunnar framleiðir rafmagn til neytenda og heitt vatn sem selt er í heildsölu til Veitna. Kolefnislosun á framleidda einingu rafmagns og heits vatns hjá virkjunum Orku náttúrunnar hefur lækkað frá 2016 og er nú 7,6 g CO2 ígildi á kílówattstund. Hlutfallsleg niðurdæling koltvíoxíðs frá Hellisheiðarvirkjun var rúmlega 26% árið 2022. Bilanir í lofthreinsistöð drógu tímabundið úr niðurdælingargetu að hálfu eða öllu leyti. Úrbótaferli er hafið til að auka áreiðanleika stöðvarinnar og keyptur búnaður til að stytta viðgerðartíma, sjá nánar mynd og töflu að neðan. Unnið er eftir áætlun um að Hellisheiðarvirkjun verði sporlaus árið 2025 og Nesjavellir árið 2030 sem þýðir að 95% koltvíoxíðs frá virkjununum verði fangað, bundið í berg eða hagnýtt, sjá línurit í kafla U1 um losun gróðurhúsalofttegunda.
Þess ber að geta óvissan fyrir losun er +/- 12% miðað við 95% óvissubil.
Veitur dreifa rafmagni og heitu vatni til neytenda, vinna neysluvatn og dreifa því ásamt því að reka fráveitu. Hjá Veitum hefur kolefnislosun vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu hækkað frá árinu 2016. Kolefnissporið stjórnast fyrst og fremst af fjárfestingaþörf þar sem mesta losunin stafar af eldsneytisnotkun vinnuvéla hjá verktökum. Veitur hafa sett í forgang verkefni til að draga úr þessari losun ásamt því að styðja við orkuskipti á framkvæmdastöðum og meta og draga úr kolefnisspori veitulagna.
Kolefnislosun gagnaflutnings hjá Ljósleiðaranum hefur hækkað á hverja einingu gagnaflutnings vegna umfangsmikilla framkvæmda árið 2022.
Samstæða OR losar ekki ósoneyðandi efni vegna starfsemi sinnar.
Hlutfallsleg hreinsun koltvíoxíðs frá Hellisheiðarvirkjun 2013-2022
2022 | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Helstu stærðir | |||||||||
51.100 | |||||||||
57 | |||||||||
790 | |||||||||
896 | |||||||||
64,7 | |||||||||
Heitt vatn*: | |||||||||
4,1 | |||||||||
Rafmagn: | |||||||||
7,6 | |||||||||
0,4 | |||||||||
8,0 | |||||||||
*Kolefnisspor lághita hefur verið metið u.þ.b. 0 gr/kWst
**Samkvæmt leiðbeiningum Umhverfisstofnunar um losunarstuðla (5. útgáfa 2022) á vef stofnunarinnar er vegið meðaltal losunar gróðurhúsalofttegunda á kWst af rafmagni framleiddu með vatnsafli, jarðvarma og jarðeldsneyti á Íslandi árið 2021 10,3 g. Fyrir vatnsafl er losun gróðurhúsalofttegunda á kWst rafmagns 1,5 g og fyrir jarðvarma 30,5 g. Þess ber að geta að í útreikningum Umhverfisstofnunar færist öll losun frá jarðvarma á rafmagnsframleiðslu en ekkert á heitt vatn. OR úthlutar hins vegar losun á báða miðla samkvæmt orkuinnihaldi (e. energy content allocation) sem er viðurkennd aðferð samkvæmt GHG Protocol.
Losunarkræfni brennisteinsvetnis
Miðað við framleidda orkueiningu hefur losunarkræfni brennisteinsvetnis á Hellisheiði dregist saman frá árinu 2015 eða úr 6 grömmum á kílówattstund í 0,6 gramm og á Nesjavöllum hefur losunarkræfni farið úr 4 grömmum á kílówattstund í 2 grömm.
Losun brennisteinsvetnis frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun var samtals um 8,7 þúsund tonn árið 2022. Styrkur brennisteinsvetnis (H2S) fór tvisvar sinnum yfir viðmiðunarmörk í Norðlingaholti í desember 2022. Þrátt fyrir markvissa hreinsun og niðurdælingu á brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun tókst ekki að halda styrk brennisteinsvetnis undir viðmiðunarmörkum allt árið. Hlutfallsleg niðurdæling brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun var 73%, sjá nánar mynd og töflu að neðan..
Unnið er eftir áætlun um að Hellisheiðarvirkjun verði sporlaus árið 2025 og Nesjavallavirkjun árið 2030 sem þýðir að nánast allt brennisteinsvetni frá virkjununum verði fangað og bundið í berg.
Þess ber að geta óvissan fyrir losun er +/- 12% miðað við 95% óvissubil.
2022 |
---|
8.7 |
1 |
2 |
Hlutfallsleg hreinsun brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun 2013-2022
Viðaukar og annað ítarefni
- Leiðbeiningar Umverfisstofnunar um losunarstuðla á vef stofnunarinnar
- Mælingar á styrk brennisteinsvetnis í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar
- Umhverfisuppgjör samstæðu OR 2016-2022 (PDF)
- Losun gróðurhúsalofttegunda og losunarkræfni koltvíoxíðs og brennisteinsvetnis á Hellisheiði og Nesjavöllum (PDF)
- Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti og viðmiðunarmörk (PDF)
- Óvissugreininig koltvíoxíðslosunar frá Hellisheiðarvirkjun (PDF)