F8 Hnattræn heilsa og öryggi

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Heilsa og vellíðan

Orkuveita Reykjavíkur hefur stefnu í öryggis- og heilsumálum sem er rýnd árlega af stjórn OR. Á árinu 2022 voru reglulegir fyrirlestrar haldnir fyrir allt starfsfólk um heilsutengd málefni og það brautryðjendaskref stigið að gefa starfsfólki kost á margvíslegri heilbrigðis- og velferðarráðgjöf á kostnað fyrirtækisins.

313421935_1385975301931241_4417912931957717526_n

KARITAS – velferðartorg OR-samstæðunnar

KARITAS er nýjung í þjónustu við starfsfólk í átt að betri líðan, þar sem fyrirtækin í samstæðunni veita starfsfólki endurgjaldslausan aðgang að löggiltum heilbrigðis- og velferðarsérfræðingum. Þjónustunni var komið á laggirnar síðla árs 2022 og kynnt öllu starfsfólki.

Starfsfólk getur bókað tiltekinn tímafjölda á ári á kostnað fyrirtækisins, án milligöngu stjórnanda eða annara.

Veikindi starfsfólks

Markmið OR er að fjarvera starfsfólks vegna veikinda eða slysa verði komin niður fyrir 3,6% af heildarfjölda vinnustunda fyrir árslok 2023. Þetta markmið náðist strax á kórónuveiruárinu 2020, var í árslok 2021 3,1% en komið í 4,5% í árslok 2022.

Vöxt fjarveru vegna skammtímaveikinda á árinu 2022 má einkum rekja til inflúensu sem var svæsin fyrstu mánuði ársins 2022 og á sama tíma voru kórónuveirusmit útbreidd. Þá var vetrarflensan síðla ársins óvenjulega snemma á ferðinni, það er á síðustu mánuðum ársins 2022 en ekki aftir áramót. Engin einhlít skýring er á vexti langtímaveikinda.

Veikindadögum fækkaði mjög á kórónuveiruárunum 2020 og 2021. Fólk vann að verulegu leyti heima hjá sér og sinnti stundum störfum sínum þrátt fyrir veikindi sem annars hefðu valdið fjarveru frá vinnu. Þá drógu almennar sóttvarnir vegna faraldursins úr umgangspestum.

Öryggis- og heilsunefndir

Innan samstæðu OR eru nú starfandi fimm öruggis- og heilsunefndir. Ein bættist við á árinu 2023, fyrir Carbfix, en hvert félag innan samstæðunnar hefur sína nefnd. Hlutverk þeirra er að;

  • Hafa yfirsýn yfir öryggis- og heilsumál fyrirtækisins
  • Vinna með ÖH teymi samstæðunnar
  • Halda málaflokknum á lofti, eru leiðtogar og talsmenn framfara
  • Taka ákvarðanir til að tryggja bætt vinnuumhverfi

Forstjóri og framkvæmdastjórar fyirtækjanna í samstæðunni eiga sæti í nefnd síns fyrirtækis og gefur það starfi þeirra aukið mikilvægi.

Aðgangur að líkamsræktaraðstöðu

Í húsakynnum OR við Bæjarháls er líkamsræktaraðstaða sem starfsfólki standa til boða endurgjaldslaus afnot af. Í húsnæðinu er einnig boðið upp á heilsuræktartíma, svo sem í jóga og cross-fit. Starfsfólk hefur leyfi til að nýta tvo tíma á viku af vinnutíma sínum til að stunda líkamsrækt.