S7 Persónuvernd

Frá því ný lög um persónuvernd gengu í gildi, árið 2018, hefur enginn úrskurður í persónuverndarmáli fallið fyirtækjunum í OR-samstæðunni í óhag. OR og dótturfyrirtækin eiga í viðskiptum og öðrum samskiptum við mjög margt fólk og því áríðandi að verklag fyrirtækjanna sé í fullu samræmi við auknar kröfur um vörslu og meðferð upplýsinga sem fyrirtækið þarf að hafa vegna þessara samskipta.

Ein kvörtun frá árinu 2020 er enn til meðferðar hjá Persónuvernd.

Á árinu 2021 leituðu Veitur álits Persónuverndar í framhaldi beiðnar Hagstofu Íslands um viðskiptamannagögn til notkunar við manntal Hagstofunnar. Gögnin voru látin af hendi í framhaldi af niðurstöðu Persónuverndar.

Vegna yfirstandandi snjallmælavæðingar Veitna héldu fulltrúar fyrirtækisins kynningu á áformunum á árinu 2022 fyrir starfsfólk hjá Persónuvernd.