OR á aðild að Samtökum atvinnulífsins í gegnum aðild sína að Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja. OR semur við verkalýðsfélög í samvinnu við SA. OR á ennfremur í ýmsum öðrum samskiptum við stéttarfélög. Starfsfólki er frjálst að vera í því stéttarfélagi sem það kýs eða standa utan stéttarfélags eftir því sem reglur vinnumarkaðarins mæla fyrir um.
Fyrirtækið gerir einstaklingsbundna ráðningarsamninga við allt fastráðið starfsfólk, byggða á kjarasamningum stéttarfélaga. Í þeim er meðal annars kveðið á um laun. Verkkaup OR eru umfangsmikil af misstórum fyrirtækjum.